Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Newcastle líti út fyrir að smátt og veikburða félag
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
„Newcastle United gaf eftir fyrir Alexander Isak og mun finna fyrir afleiðingunum um ókomna tíð," segir Luke Edwards, fréttamaður Telegraph, um væntanleg félagaskipti Alexander Isak til Liverpool.

Liverpool og Newcastle náðu samkomulagi um kaupverð fyrir Isak í gær upp á 130 milljónir punda. Newcastle hefur í allt sumar beðið um 150 milljónir punda.

„Það er erfitt að muna eftir félagaskiptum sem hafa verið svona illa leyst. Að missa sinn besta leikmann á síðustu klukkustundum félagaskiptagluggans fyrir minna en uppsett verð sýnir misheppnaða leiðtogahæfni, plönun og ákveðni."

Edwards skafar ekkert af því og gagnrýnir eigendur Newcastle, sem eru frá Sádi-Arabíu, harðlega.

„Þeir hafa veikt sjálfa sig og styrkt innlendan keppinaut. Þeir líta út fyrir að vera smáir og veikir. Það er fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu sem er með lokaorðið og þeir sögðu í allt sumar að Isak væri ekki til sölu og svo seldu þeir hann samt."
Athugasemdir
banner