Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 14:56
Brynjar Ingi Erluson
Ólíklegt að Malacia fari til Spánar
Mynd: EPA
Hollenski bakvörðurinn Tyrell Malacia mun líklega ekki yfirgefa Manchester United áður en glugginn lokar í kvöld.

Spænska félagið Elche hefur áhuga á því að fá Malacia á láni út tímabilið, en samkvæmt Chris Wheeler hjá Daily Mail er ólíklegt að það fari í gegn.

Malacia er 26 ára gamall og verið á mála hjá United frá 2022, en er ekki partur af framtíðarsýn félagsins.

Það skal þó hafa í huga þó svo hann fari ekki fyrir gluggalok er enn möguleiki á að hann skipti um félag.

Glugginn í Tyrklandi lokar 8. september og tveimur dögum síðar lokar sádi-arabíski glugginn.
Athugasemdir
banner