Crystal Palace hefur fundið annað skotmark á þessum síðustu klukkutímum gluggans en félagið reynir að finna varnarmann í stað Marc Guehi sem er á leið til Liverpool.
Brasilíumaðurinn Igor Julio var á leið til Palace á láni frá Brighton, en vandamál kom upp í læknisskoðuninni og þá hafði leikmaðurinn ákveðið að fara til West Ham á elleftu stundu.
Eins og hefur komið fram mun þetta líklega ekki hafa áhrif á félagaskipti Guehi til Liverpool.
Palace er hins vegar áfram í leit að miðverði og er það nú komið með nýtt skotmark.
Sá heitir Strahinja Pavlovic og er á mála hjá AC Milan. Hann er 24 ára gamall og verið á mála hjá Milan síðasta árið.
Varnarmaðurinn hefur byrjað báða deildarleiki Milan á þessu tímabili og skorað eitt mark. Það verður fróðlegt að sjá hvort Milan sé reiðubúið að leyfa honum að fara þegar einn og hálfur tími er eftir af þessum ágæta glugga.
Athugasemdir