Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 10:13
Kári Snorrason
Samningaviðræður Bayern um Nicolas Jackson hafnar á ný
Nicolas Jackson er enn staddur í München.
Nicolas Jackson er enn staddur í München.
Mynd: EPA
Bayern München hefur hafið viðræður á ný um Nicolas Jackson, framherja Chelsea. Samningaviðræður féllu niður um helgina vegna meiðsla hjá Liam Delap, sóknarmanni Chelsea.

Jackson ætlaði að fara til Senegal í landsliðsverkefni eftir að honum var sagt að hann færi ekki til þýskalandsmeistaranna. Senegalinn er enn staddur í München vegna áframhaldandi viðræðna.

Bayern var búið að ná samkomulagi við Chelsea um 13 milljón punda lánssamning með kaupmöguleika á laugardag, en líkt og áður sagði féllu viðræður niður vegna meiðsla Delap.

Delap meiddist aftan í læri í leik gegn Fulham á laugardag og gæti hann verið frá í allt að tvo mánuði.

Þá ætlar Chelsea að kalla spænska sóknarmanninn Marc Guiu til baka úr láni frá Sunderland.


Athugasemdir
banner