
Það er gluggadagur og það kemur til með að vera nóg um að vera í dag.
BBC tók saman slúðurpakka og má sjá allt það helsta hér fyrir neðan.
BBC tók saman slúðurpakka og má sjá allt það helsta hér fyrir neðan.
Aston Villa hefur rætt við Manchester United um kantmanninn Jadon Sancho (25). (Athletic)
Aston Villa er einnig að reyna að fá markvörðinn Senne Lammens (23) sem hefur líka verið orðaður við Manchester United. (Fabrizio Romano)
Bayern München er hætt við Nicolas Jackson (24), sóknarmann Chelsea. (Florian Plettenberg)
Tottenham hefur áhuga á Ademola Lookman (27), kantmanni Atalanta, og Bayern München hefur það líka. (Sky Sports Germany)
Galatasaray í Tyrklandi er í viðræðum við Tottenham um miðjumanninn Yves Bissouma (29). (Independent)
AC Milan hefur gert formlegt tilboð í Joe Gomez (28), varnarmann Liverpool, og eru félögin að ræða saman. (Fabrizio Romano)
Fenerbahce er að vinna í því að kaupa markvörðinn Ederson (32) frá Manchester City. (Fabrizio Romano)
Newcastle vill fá úkraínska sóknarmanninn Artem Dovbyk (28) frá Roma á láni með kaupmöguleika. (Sun)
Aston Villa er að kaupa skoska unglingalandsliðsmanninn Fletcher Boyd (17) frá Aberdeen. (Football Insider)
Annars er Villa nálægt því að semja við Victor Lindelof (31), sænskan miðvörð sem lék síðast með Manchester United. (Birmingham Live)
Athugasemdir