Koma Marc Guehi mun ekki hafa áhrif á stöðu enska varnarmannsins Joe Gomez hjá Liverpool og er búist við því að hann verði áfram á þessu tímabili.
Liverpool og Palace hafa náð saman um Guehi, sem er nú á leið í læknisskoðun hjá Englandsmeisturunum.
Talið var að Liverpool væri þá reiðubúið að leyfa Gomez að fara annað, en samkvæmt Sky Sports þá verður Englendingurinn áfram.
AC Milan lagði fram tilboð í Gomez, en Liverpool hefði aðeins heimilað skiptin ef Guehi kæmi. Þar sem viðræður Palace og Liverpool drógust á langinn áttuðu bæði Milan og Liverpool að það væri ekki nægur tími fyrir Gomez til að ganga frá skiptunum til ítalska félagsins.
Brighton reyndi þá að fá Gomez á láni, en félögunum kom ekki saman um launagreiðslur og stefnir því allt í að hann verði leikmaður Liverpool þegar glugginn lokar í kvöld.
Gomez er 28 ára gamall og sá leikmaður með hæsta starfsaldurinn hjá Liverpool. Hann kom til félagsins frá Charlton árið 2015 og spilað 243 leiki, en ekki enn tekist að skora.
Athugasemdir