Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 09:59
Kári Snorrason
Tottenham í viðræðum við PSG um Kolo Muani
Kolo Muani.
Kolo Muani.
Mynd: EPA
Tottenham er í viðræðum við PSG um franska sóknarmanninn, Randal Kolo Muani.

Viðræður eru nú í gangi um mögulegan lánssamning, en PSG vill fá tryggða kaup­skyldu að láni loknu.

Muani lék að láni með Juventus á síðasta tímabili, þar sem hann skoraði tíu mörk í 22 leikjum.

Juventus hefur undanfarið verið að reyna að krækja í franska framherjann en það er ekki að ganga eftir.

Aston Villa og Newcastle hafa einnig verið orðuð við leikmanninn, en Tottenham leiðir kapphlaupið um leikmanninn.


Athugasemdir