Ensku blaðamennirnir eru flestir sammála um það að Marc Guehi muni enda hjá Liverpool þegar glugginn lokar eftir tæpa tvo klukkutíma.
Allt er klappað og klárt varðandi samningamál og kaupverð, en Guehi var að klára læknisskoðun hjá Liverpool.
Félagið greiðir 35 milljónir punda og 10 prósent af endursöluvirði hans.
Möguleg hindrun kom upp á síðustu stundu er Igor Julio hætti við að fara til Palace þrátt fyrir að hafa gengist undir læknisskoðun, en hann er nú sagður á leið til West Ham.
Samkvæmt heimildum Ed Aarons hjá Guardian þá var það Palace sem hætti við að fá Julio eftir að vandamál kom upp í læknisskoðun kappans.
Eftir þetta var óvíst hvort Guehi færi til Liverpool, en flestir blaðamenn eru sammála um það að þetta muni ekki hindra hans skipti.
Það má því gera ráð fyrir því að Guehi verði orðinn leikmaður Liverpool fyrir gluggalok.
Athugasemdir