Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 10:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við búumst við honum hingað í dag"
Isak fagnar marki með sænska landsliðinu.
Isak fagnar marki með sænska landsliðinu.
Mynd: EPA
Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar, sagði við fréttamenn í dag að Alexander Isak væri á Englandi að ganga frá skiptum sínum til Liverpool en hann býst við honum til móts við sænska landsliðið í kvöld.

„Ég talaði við Alex í gær og í morgun. Við búumst við honum hingað í dag. Hann er mikill fagmaður og er með gott hugarfar," sagði Tomasson.

Isak er ekki í neinu leikformi þar sem hann hefur ekkert spilað með Newcastle hingað til á tímabilinu.

„Hann getur ekki spilað 90 mínútur en hann getur breytt leikjum fyrir okkur," sagði Tomasson.

Það er líklegt að Isak mæti til Svíþjóðar í kvöld en hann er núna á æfingasvæði Liverpool í læknisskoðun.
Athugasemdir
banner