Yoane Wissa hefur fengið sínu framgengt og er nú við það að semja við Newcastle United en hann kemur til Brentford fyrir 50 milljónir punda.
Kongómaðurinn fór ekki leynt með áhuga sinn á að fara til Newcastle en á lokadögum gluggans sendi hann frá sér yfirlýsingu og krafðist þess að Brentford myndi leyfa honum að fara.
Eftir að Newcastle samþykkti að selja Alexander Isak fór félagið beint til Brentford og gekkst við því að greiða þær 50 milljónir punda sem Lundúnafélagið fór fram á.
Wissa, sem er 28 ára gamall, hefur lokið læknisskoðun hjá Newcastle og mun nú skrifa undir fjögurra ára samning.
Newcastle hefur því tekist að ganga frá framherjamálum sínum, en félagið fékk einnig þýska leikmanninn Nick Woltemade frá Stuttgart.
Athugasemdir