Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 09:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yoane Wissa loksins á leið til Newcastle
Yoane Wissa.
Yoane Wissa.
Mynd: EPA
Newcastle hefur loksins komist að samkomulagi við Brentford um framherjann Yoane Wissa.

Wissa hefur verið gífurlega ósáttur við Brentford síðustu vikur þar sem félagið hefur hafnað tilboðum frá Newcastle. Hann hefur ekki spilað fyrstu leikina í ensku úrvalsdeildinni.

Newcastle mun allt í allt borga um 55 milljónir punda fyrir Wissa. Félagið bauð fyrst um 25 milljónir punda í hann en sú upphæð hækkaði verulega.

Wissa er á leið í læknisskoðun og verður leikmaður Newcastle síðar í dag.

Hann kemur til með að hjálpa við að fylla í skarðið fyrir Alexander Isak sem er á förum frá LIverpool.
Athugasemdir
banner