Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 01. október 2022 13:50
Ívan Guðjón Baldursson
19 ára Bellingham með fyrirliðabandið hjá Dortmund

Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham er aðeins 19 ára gamall. Hann er þrátt fyrir það eftirsóttur af stærstu félögum enska boltans og búinn að vinna sér inn sæti í enska landsliðinu.


Bellingham er lykilmaður í liði Borussia Dortmund í þýsku toppbaráttunni og ber fyrirliðaband liðsins í fyrsta sinn í dag.

Dortmund er að spila útileik við Köln og ljóst að Bellingham er yngsti eða í það minnsta meðal yngstu fyrirliða í sögu þýsku deildarinnar.

Bellingham er þriðji fyrirliði í leikmannahópi Dortmund eftir Marco Reus og Mats Hummels sem eru ekki með í dag.


Athugasemdir
banner