Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   lau 01. október 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Fjandliðin berjast um Norður-London
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Enska úrvalsdeildin fer aftur í gang í dag eftir landsleikjahlé og eru gríðarlega skemmtilegir leikir á dagskrá.


Veislan hefst í hádeginu þegar Arsenal tekur á móti Tottenham í bardaganum, eða stríðinu öllu heldur, um Norður-London.

Þessi fjandlið stefna bæði á að ná Meistaradeildarsæti á tímabilinu en það er hægara sagt en gert í erfiðustu deild heims.

Það fara svo fimm leikir af stað klukkan 14:00 þar sem Liverpool tekur á móti Brighton í spennandi slag. Ítalinn Roberto De Zerbi stýrir Brighton þar í fyrsta sinn á meðan Graham Potter verður við stjórnvölinn hjá Chelsea sem heimsækir Crystal Palace í öðrum Lundúnaslag.

Bournemouth og Brentford eigast þá við á meðan Fulham mætir Newcastle og Southampton fær Everton í heimsókn. Að lokum á West Ham síðdegisleik við Wolves.

Leikir dagsins:
11:30 Arsenal - Tottenham
14:00 Bournemouth - Brentford
14:00 Liverpool - Brighton
14:00 Southampton - Everton
14:00 Fulham - Newcastle
14:00 Crystal Palace - Chelsea
16:30 West Ham - Wolves


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir