Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
   sun 01. október 2023 23:02
Sölvi Haraldsson
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður bara vel. Það er gaman að vinna fótboltaleiki og manni líður alltaf vel eftir að vinna fótboltaleiki.“ sagði Haukur Páll, fyrirliði Vals, eftir 4-1 sigur á FH í seinasta heimaleik Vals á tímabilinu.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 FH

Haukur Páll þurfti að fara meiddur af velli eftir tæpan hálftímaleik en hann var búinn að kvarta nokkrum sinnum áður um einhver meiðsli.

Ég veit ekki hvað þetta var. Ég gat ekki haldið áfram en vonandi er þetta ekkert alvarlegt. Ég veit í raun og veru ekki hvað kom fyrir en ég þurfti að biðja um skiptingu.

Haukur vonast einnig eftir því að geta náð því að spila lokaleikinn sem verður á útivelli gegn Víkingi.

Haukur var hæstánægður með sína menn í dag og fannst þetta vera verðskuldaður sigur Valsmanna.

Heilt yfir mjög góður leikur Valsliðsins. Heilt yfir sanngjarn sigur og margir góðir og flottir spilkaflar. Sanngjarnt bara.

Það hafa margar sögur farið af stað um að þetta hafi mögulega verið seinasti heimaleikur Hauk Páls fyrir Val en hann er ekki viss með það.

Nei. Ég er að renna út af samning og það verður bara að koma í ljós. Klúbburinn verður eiginlega bara að svara þér. Það er ekki ég sem býð mér nýjan samning en ég er ekki hættur í fótbolta. Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Um leið og ég fæ leið af þessu mun ég hætta. Ég er í toppformi og langar ekki að hætta í fótbolta. En þú verður að fá svar við þessari spurningu frá einhverjum öðrum en mér.“

Mér langar bara að halda áfram í fótbolta. Ef Valur býður mér nýjan samning þá skoða ég það. Hvað sem það verður, það verður bara að koma í ljós.“ sagði Haukur Páll að lokum eftir 4-1 sigur Valsliðsins á FH í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner