Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
banner
   sun 01. október 2023 23:02
Sölvi Haraldsson
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður bara vel. Það er gaman að vinna fótboltaleiki og manni líður alltaf vel eftir að vinna fótboltaleiki.“ sagði Haukur Páll, fyrirliði Vals, eftir 4-1 sigur á FH í seinasta heimaleik Vals á tímabilinu.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 FH

Haukur Páll þurfti að fara meiddur af velli eftir tæpan hálftímaleik en hann var búinn að kvarta nokkrum sinnum áður um einhver meiðsli.

Ég veit ekki hvað þetta var. Ég gat ekki haldið áfram en vonandi er þetta ekkert alvarlegt. Ég veit í raun og veru ekki hvað kom fyrir en ég þurfti að biðja um skiptingu.

Haukur vonast einnig eftir því að geta náð því að spila lokaleikinn sem verður á útivelli gegn Víkingi.

Haukur var hæstánægður með sína menn í dag og fannst þetta vera verðskuldaður sigur Valsmanna.

Heilt yfir mjög góður leikur Valsliðsins. Heilt yfir sanngjarn sigur og margir góðir og flottir spilkaflar. Sanngjarnt bara.

Það hafa margar sögur farið af stað um að þetta hafi mögulega verið seinasti heimaleikur Hauk Páls fyrir Val en hann er ekki viss með það.

Nei. Ég er að renna út af samning og það verður bara að koma í ljós. Klúbburinn verður eiginlega bara að svara þér. Það er ekki ég sem býð mér nýjan samning en ég er ekki hættur í fótbolta. Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Um leið og ég fæ leið af þessu mun ég hætta. Ég er í toppformi og langar ekki að hætta í fótbolta. En þú verður að fá svar við þessari spurningu frá einhverjum öðrum en mér.“

Mér langar bara að halda áfram í fótbolta. Ef Valur býður mér nýjan samning þá skoða ég það. Hvað sem það verður, það verður bara að koma í ljós.“ sagði Haukur Páll að lokum eftir 4-1 sigur Valsliðsins á FH í kvöld.


Athugasemdir
banner