Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
banner
   þri 01. október 2024 12:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir það nánast djók hversu góður Van de Ven er
Micky van de Ven.
Micky van de Ven.
Mynd: Getty Images
Troy Deeney, sem sér um að velja lið vikunnar fyrir BBC, segir að það sé nánast djók hversu góður Mickey van de Ven, miðvörður Tottenham, er.

Tottenham borgaði 43 milljónir punda til að kaupa Van de Ven síðasta sumar. Hann hefur verið frábær fyrir liðið síðan þá.

Hann átti stórkostlegan leik gegn Manchester United um liðna helgi og komst í lið vikunnar hjá Deeney.

„Hann er nú þegar í annað sinn í liði vikunnar hjá mér. Varnarlega er það djók hversu góður hann er."

„Van de Ven er gríðarlega fljótur og fær mikið hrós fyrir það en hvernig hann verst og hvernig hann sér leikinn, það er framúrskarandi," sagði Deeney.
Athugasemdir
banner
banner