Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 01. nóvember 2024 10:31
Elvar Geir Magnússon
Arnar Björnsson lætur af störfum
Arnar Björnsson að störfum ásamt Bödda The Great tökumanni á HM í Rússlandi 2018.
Arnar Björnsson að störfum ásamt Bödda The Great tökumanni á HM í Rússlandi 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Björnsson hefur látið af störfum eftir 45 ára fjölmiðlaferil en lengst af starfaði hann sem íþróttafréttamaður á RÚV og Stöð 2. Síðustu ár hefur hann starfað sem almennur fréttamaður á RÚV.

Hann var lengi vel rödd enska boltans á Íslandi og var keyptur yfir á Stöð 2 árið 2007 frá RÚV. Hann er svo sannarlega lifandi goðsögn í íslenskri íþróttafréttamennsku.

„Ég er bara að drepast í skrokknum," segir Arnar í viðtali við Vísi þegar hann er spurður út í ástæðu þess að hann lætur nú af störfum. Arnar er fæddur 1958 og því ár í að hann fari á lífeyrisaldur.

Í viðtalinu segir hann einnig frá því hvernig hann leiddist út í íþróttafréttamennsku.

„Ég var í knattspyrnuráði Völsungs. Og ég lýsti einhverjum leik, Völsungur – Leiftur minnir mig að það hafi verið og bara á síma. Þetta rataði óvart inn á Rás 2. Því var kippt þar inn án þess að ég hefði nokkuð um það að segja. Ingólfur Hannesson yfirmaður íþróttadeildarinnar á RÚV heyrði þetta og hamaðist í mér, að fá mig yfir. Og það varð. Þetta var á miðju 9. áratugnum 1985."

Hér að neðan má sjá myndir úr myndagrunni Fótbolta.net frá ferli Arnars.
Athugasemdir
banner
banner
banner