Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 01. nóvember 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Hér eftir er ábyrgðin öll á Ratcliffe
Sir Jim Ratcliffe.
Sir Jim Ratcliffe.
Mynd: EPA
Ruben Amorim.
Ruben Amorim.
Mynd: Getty Images
Simon Stone, ritstjóri fótboltafrétta hjá BBC, segir að eftir ráðninguna á Rúben Amorim sé ábyrgðin á þróun og gengi Manchester United öll á ábyrgð Sir Jim Ratcliffe og Ineos.

Það er innan við ár síðan Ineos gerði samkomulag við Glazer fjölskylduna og eignaðist næstum 30% hlut í Manchester United. Síðan þá hafa miklar breytingar orðið bak við tjöldin og Ratcliffe tekið stjórn yfir fótboltamálum félagsins.

„Með ráðningunni á Rúben Amorim og hans teymi þá lýkur þessu ferli. Það er frá þessum tímapunkti sem það ætti að dæma tíð Ratcliffe. Bætingin kemur ekki samstundis en hún á að koma með tímanum. Úrslitin verða auðvitað alltaf viðmiðið," segir Stone.

Hann segir að Amorim hafi strax verið efstur á blaði hjá United og um leið og Erik ten Hag var rekinn fór framkvæmdastjóri enska félagsins, Omar Berrada, til Lissabon til viðræðna við Sporting.

„Það er nokkuð augljóst að United hefur horft til leikstíls Amorim, persónuleika, þróun ungra leikmanna og orku hans sem lykilatriða sem gerir hann góðan í starfið. Þá er ég alls ekki að segja að Erik ten Hag hafi skort þetta."

„United telur sig hafa krækt í stjóra sem þeir kalla 'þann mest spennandi í Evrópu'. Bjartsýni þeirra varðandi framtíðina hefur einkennt allar stjóraráðningar síðan Sir Alex Feguson hætti. Þessi ráðning er sú fyrsta hjá Ineos. Nú tekur Ratcliffe ábyrgð á öllu sem gerist eftir þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner