Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 01. nóvember 2024 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfesta verðmiðann sem Man Utd borgar fyrir Amorim
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Sporting Lissabon hefur staðfest að félagið fái 11 milljónir evra frá Manchester United fyrir Rúben Amorim.

Man Utd staðfesti núna fyrir stuttu að Amorim væri nýr stjóri liðsins. Hann gerir samning við United til 2027 með möguleika á ári til viðbótar.

Amorim hefur gert stórkostlega hluti með Sporting síðustu árin en ekkert lið í bestu tíu deildum Evrópu er með betra sigurhlutfall frá því hann tók við árið 2020. Sporting er með 77 prósent sigurhlutfall á þeim tíma.

Á tíma sínum hjá Sporting stýrði Amorim liðinu tvisvar til sigurs í portúgölsku úrvalsdeildinni.

Man Utd telur sig vera að fá mest spennandi unga stjórann í Evrópu en Amorim er aðeins 39 ára gamall.

Hann tekur formlega til starfa þann 11. nóvember næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner