Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 23:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á þessum völlum verður spilað á EM í Englandi - Hvar leikur Ísland?
Icelandair
Frá Wembley, þjóðarleikvangi Englands. Þar fer úrslitaleikurinn fram. (90,000 áhorfendur)
Frá Wembley, þjóðarleikvangi Englands. Þar fer úrslitaleikurinn fram. (90,000 áhorfendur)
Mynd: Getty Images
Ísland verður á meðal þáttökuþjóða á EM kvenna í Englandi sem fram fer sumarið 2022.

Ísland fer beint á mótið sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í öðru sæti í undanriðlunum.

Mótið í Englandi verður leikið á tíu leikvöngum og á að fara fram á milli 6. og 31. júlí sumarið 2022.

Opnunarleikurinn fer fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United, og úrslitaleikurinn verður leikinn á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í London.

„Ég held að þetta verði geggjað mót. Við erum að spila í Englandi og það eru geggjaðir leikvangar. Fyrir okkur og fyrir þjóðina er mikil tilhlökkun," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, á blaðamannafundi í kvöld.

Með greininni fylgja myndir af öllum þeim völlum sem spilað verður á í mótinu, en það er ekki enn búið að gefa það út hvenær verður dregið í riðla fyrir lokamótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner