Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 01. desember 2020 23:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael öflugur á miðjunni gegn Atalanta - „Mikaelélé"
Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson.
Mynd: Getty Images
Mikael Neville Anderson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Midtjylland í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.

Mikael spilaði allan leikinn á miðjunni gegn ítalska úrvalsdeildarfélaginu Atalanta. Frammistaða hans var mjög flott í óvæntu 1-1 jafntefli - Midtjylland tók sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Liverpool áfram í 1. sæti - Hvað gerist í B-riðli?

Mikael er að upplagi kantmaður en í kvöld fékk hann tækifæri inn á miðjunni og nýtti það vel.

Patrick Arff, stuðningsmaður Midtjylland, hrósar Mikael fyrir frammistöðuna á samfélagsmiðlinum Twitter.

„Að fara til Bergamo og ná í stig án Erik Sviatchenko, Pione Sisto, Evander og Jens Lys er frábært afrek. Stærstu rósirnar fara til Daniel Høegh og Mikael Anderson. Er framtíð Anderson sem átta (framliggjandi miðjumaður)?" skrifar Arff.

Inn á Twitter-reikningi Midtjylland er Mikael kallaður 'Mikaelélé', en þar er auðvitað verið að vísa í Claude Makelele, einn stórkostlegasta miðjumann sem hefur spilað leikinn.

Mikael er 22 ára gamall og hann á að baki sjö A-landsleiki fyrir Ísland.


Athugasemdir
banner
banner
banner