Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   fös 01. desember 2023 09:35
Elvar Geir Magnússon
Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao og Guirassy
Powerade
Estevao er mikið efni.
Estevao er mikið efni.
Mynd: EPA
Radu Dragusin
Radu Dragusin
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan föstudag. Estevao, Jota, Dragusin, Guirassy, Tomiyasu. Hér er slúðurpakkinn í öllu sínu veldi.

Manchester United hefur blandað sér í baráttu við Manchester City, Chelsea, Bayern München, Borussia Dortmund og Real Madrid um brasilíska vængmanninn Estevao Willian (16) hjá Palmeiras. (Teamtalk)

Manchester United hefur einnig sýnt Serhou Guirassy (27) framherja Stuttgart áhuga. Newcastle, Roma og AC Milan eru líka með augastað á honum. (Foot Mercato)

Manchester United er í viðræðum um kaup á rúmenska varnarmanninum Radu Dragusin (21) frá Genoa. (Prosport)

Arsenal er í viðræðum við japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu (25) um nýjan samning. Núgildandi samningur rennur út 2025. (Athletic)

Arsenal er bjartsýnt á að ná samkomulagi við enska varnarmanninn Ben White (26) um nýjan langtímasamning. (Standard)

Brighton vill ræða við Roberto De Zerbi um nýjan samning en stjórinn hefur verið orðaður við Napoli og Real Madrid. (90min)

Jota (24), vængmaður Al-Ittihad, vill spila aftur undir stjórn Ange Postecoglou hjá Tottenham. Portúgalinn var hjá Postecoglou hjá Celtic en stjórinn er sagður óviss um að sækja þann portúgalska. (Sun)

Juventus vonast til þess að fá tvo leikmenn frá Manchester United í janúar; enska vængmanninn Jadon Sancho (23) og hollenska miðjumanninn Donny van de Beek (26). (Teamtalk)

Verðmiðinn á enski vængmanninum Samuel Iling-Junior (20) er nú kominn á 15,5 milljónir punda, hann hefur lækkað frá 17,2 milljónum og Tottenham hefur áhuga. (Calciomercato)

Marc Guehi (23) er tilbúinn að vera áfram hjá Crystal Palace til sumargluggans til að auka möguleika á að komast í enska landsliðshópinn fyrir EM 2024. Manchester United og Newcastle hafa áhuga á honum. (90min)

Georgíski vængmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia (22) hefur verið orðaður við Chelsea en faðir hans segir að hann hafi meiri áhuga á að fara til Real Madrid. (Geo Team)

Manchester City er tilbúið að fella niður áhuga sinn á brasilíska miðjumanninum Lucas Paqueta (26) hjá West Ham en rannsókn á brot á veðmálareglum stendur yfir. (Football Transfers)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner