Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 02. mars 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Neymar ekki með í seinni leiknum gegn Barcelona
Neymar hefur verið frá vegna meiðsla
Neymar hefur verið frá vegna meiðsla
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar verður ekki með Paris Saint-Germain í síðari leiknum gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Neymar hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en hann meiddist í 1-0 sigri PSG á Caen í franska bikarnum um miðjan febrúar.

Hann missti af fyrri leik PSG gegn Barcelona í Meistaradeildinni þar sem PSG vann öruggan 4-1 sigur en nú er ljóst að hann mun einnig missa af síðari leiknum sem fer fram á miðvikudaginn í næstu vikur á Parc De Princes.

Neymar hefur aðeins spilað 18 leiki á þessari leiktíð en hann hefur gert 13 mörk og lagt upp 6 í þeim leikjum.

Le Parisien grienir frá því að Neymar verður ekki búinn að jafna sig fyrir leikinn gegn Barcelona en ætti að vera klár fyrir leikina í 8-liða úrslitum ef PSG klárar dæmið gegn Börsungum í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner