Kamerún 1 - 0 Gabon
1-0 Karl Etta Eyong ('6 )
1-0 Karl Etta Eyong ('6 )
Kamerún marði 1-0 sigur á Gabon í F-riðli Afríkukeppninnar í Marokkó í kvöld en þetta var lokaleikur umferðarinnar.
Sigurmark kamerúnska liðsins kom á 6. mínútu leiksins en þá lagði Bryan Mbeumo, leikmaður Manchester United, boltann inn á Karl Etta Eyong sem setti boltann framhjá Loyce Mbaba í markinu. Þetta var fyrsta landsliðsmark Etta Eyong, sem er á mála hjá Levante á Spáni.
Það sem vakti kannski helst athygli í liði Gabon var að Pierre-Emerick Aubameyang og Mario Lemina, tveir bestu leikmenn í sögu landsliðsins, voru báðir á bekknum en þeir voru settir inn á eftir aðeins 33 mínútur.
Möguleg mistök hjá þjálfara Gabon að bekkja þá en hann var ekki lengi að sjá að sér.
Carlos Baleba, lykilmaður Brighton og kamerúnska landsliðsins, spilaði aðeins hálfleik vegna meiðsla. Hann sagði nýlega að markmið hans á mótinu væri að sýna hvers hann er megnugur og ansi óheppilegt að meiðast í fyrsta leik.
Vörn Gabon var í mestu vandræðum með að eiga við Mbeumo sem var sífellt að skapa hættu, en í síðari hálfleiknum fór Gabon að ógna. Aubameyang var alltaf líklegastur hjá Gabon sem náði aldrei í jöfnunarmarkið.
Naumur sigur Kamerúns sem fer á toppinn í F-riðli og er við hlið Fílabeinsstrandarinnar sem vann fyrr í kvöld Mósambík með sömu markatölu.
Cameroon took down Gabon 1-0 in their AFCON opener ????????
— B/R Football (@brfootball) December 24, 2025
Bryan Mbuemo assisted Karl Etta Eyong for the only goal of the game. pic.twitter.com/Q84crMgPry
Athugasemdir


