Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 02. apríl 2020 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Forseti FIFA: Fótbolti verður öðruvísi eftir kórónaveiruna
Gianni Infantino var með öfluga ræðu
Gianni Infantino var með öfluga ræðu
Mynd: Getty Images
Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, segir að allt verður breytt er fótboltinn fer aftur af stað eftir kórónaveiruna en hann talaði á árlegu þingi CONMEBOL-sambandsins í dag.

Korónaveiran hefur haft áhrif á allan heiminn frá því fyrsti einstaklingurinn smitaðist í Wuhan í Kína en þetta hefur sett allt á hliðina, þar á meðal flestar deildir í knattspyrnu.

Ljóst er að þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif á rekstur félaga á meðan unnið er að því að sigra veiruna. Infantino tók við forsætisembætti FIFA árið 2016 en hann viðurkenni að fótboltinn veðrur ekki eins eftir kórónaveiruna.

„Fótbolti er ekki það mikilvægasta heldur kemur heilsan fyrst og það verður forgangsatriði þangað til við höfum sigrað þessa veiru," sagði Infantino.

„Heimurinn er að takast á við nýja áskorun og við verðum að vinna saman sem teymi. Þetta er lexía sem fótboltinn getur nýtt sér og það er að vinna saman sem heild."

„Við værum öll til að horfa á fótbolta aftur en við vitum ekki hvenær við getum gert það og það veit enginn. Það er mikilvægt að fara eftir því sem yfirvöld segja og þá verður fótboltinn að gefa gott fordæmi því það er nokkuð ljóst að enginn fótboltaleik er mikilvægara en mannslíf."

„Við verðum að horfa fram á veginn. Kórónaveiran mun hafa áhrif á okkur. Fótboltaheimurinn og íþróttin verður ekki eins þegar við byrjum að spila aftur. Það er ábyrð okkar sem stjórnarmönnum að tryggja það að fótboltinn lifi af og að við getum horft til framtíðar. Þetta er ekki bara á okkar ábyrgð heldur er þetta skylda,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner