Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   þri 02. apríl 2024 15:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Telja Benoný líklegastan til að fara út í atvinnumennsku - Tæpur fyrir fyrsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Benediktsson sagði frá því í dag á kynningarfundi ÍTF fyrir Bestu deildina að Benoný Breki Andrésson væri að glíma við meiðsli.

Benoný fékk slink á ökklann á dögunum og er að koma baka. Besta deildin er að fara af stað og er Benoný tæpur fyrir leikinn gegn Fylki um komandi helgi.

Benoný var funheitur undir lok tímabils og í leikmannakönnun var hann sá leikmaður í deildinni sem talinn er líklegastur til þess að fara fyrst út í atvinnumennsku.

Benoný er 18 ára framherji sem var nálægt því að ganga í raðir Gautaborgar í vetur en ekkert varð úr því. Hann skoraði alls tíu mörk í deild og bikar á síðasta tímabili og lék síðasta haust sinn fyrsta U21 landsleik.

Í vetur skoraði hann þrjú mörk í fjórum leikjum í Lengjubikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner