Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
   fim 01. febrúar 2024 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Benoný Breki í leiknum í kvöld.
Benoný Breki í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við ætluðum að vinna þennan leik. Við viljum fara á móti Víkingum og pakka þeim saman. Það var það sem við ætluðum að gera og mér fannst við gera það," sagði Benoný Breki Andrésson, sóknarmaður KR, eftir sigur gegn Víkingum í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  6 KR

KR er Reykjavíkurmeistari og er Benoný ánægður með það hvernig gekk upp í þessu móti.

„En svo er þetta bara undirbúningstímabil og við erum að vinna okkur upp fyrir deildina," bætti hann við.

Benoný var mjög öflugur með KR síðasta sumar og var nálægt því að ganga í raðir Gautaborgar í Svíþjóð eftir tímabilið, en að lokum varð ekkert af því.

„Ég er hættur að hugsa um þetta. Bara áfram gakk. Ég get ekki beðið eftir því að taka annað tímabil með KR og ég elska að vera hérna," segir Benoný.

„Eins og maður segir á góðri ensku, þá snerist þetta um 'personal terms'. Ég get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið. Fyrst var þetta pínu svekkjandi en svo er ég ekkert búinn að hugsa um þetta meira."

Benoný kveðst vera einbeittur á KR en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner