Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Erlingur Agnars: Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smástund
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Sigurður Bjartur: Gat ekki klúðrað þessu færi
   fim 01. febrúar 2024 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Benoný Breki í leiknum í kvöld.
Benoný Breki í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við ætluðum að vinna þennan leik. Við viljum fara á móti Víkingum og pakka þeim saman. Það var það sem við ætluðum að gera og mér fannst við gera það," sagði Benoný Breki Andrésson, sóknarmaður KR, eftir sigur gegn Víkingum í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  6 KR

KR er Reykjavíkurmeistari og er Benoný ánægður með það hvernig gekk upp í þessu móti.

„En svo er þetta bara undirbúningstímabil og við erum að vinna okkur upp fyrir deildina," bætti hann við.

Benoný var mjög öflugur með KR síðasta sumar og var nálægt því að ganga í raðir Gautaborgar í Svíþjóð eftir tímabilið, en að lokum varð ekkert af því.

„Ég er hættur að hugsa um þetta. Bara áfram gakk. Ég get ekki beðið eftir því að taka annað tímabil með KR og ég elska að vera hérna," segir Benoný.

„Eins og maður segir á góðri ensku, þá snerist þetta um 'personal terms'. Ég get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið. Fyrst var þetta pínu svekkjandi en svo er ég ekkert búinn að hugsa um þetta meira."

Benoný kveðst vera einbeittur á KR en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner