Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 02. maí 2021 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alltaf til hálfvitar en fólk hefur rétt á að mótmæla - „Meira á leiðinni"
Mynd: EPA
Gary Neville og Jamie Carragher.
Gary Neville og Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Það var ekki hægt að spila leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag af öryggisástæðum. Stórleiknum var frestað og mun fara fram síðar.

Fyrr í dag brutust stuðningsmenn Man Utd inn á Old Trafford og mótmæltu þar eigendum félagsins og græðgi þeirra.

Það tók dágóðan tíma að fjarlægja stuðningsmennina og var ákveðið að leiknum yrði frestað um óákveðinn tíma.

Enska úrvalsdeildin hefur fordæmt hegðun stuðningsfólks Man Utd.

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, og Gary Neville og Roy Keane, fyrrum leikmenn Man Utd, voru á Sky Sports þar sem þeir ræddu um atburði dagsins. Carragher og Neville voru báðir mjög háværir í umræðu um Ofurdeildina sem hefur fyllt mælinn hjá stuðningsfólki enskra úrvalsdeildarfélaga. Stuðningsfólkið er komið með nóg af eigendum sem hugsa ekki um annað en sinn eigin vasa.

„Viljum við að stuðningsmenn fari inn á velli og leikjum verði frestað? Nei. Ég ætla ekki að sitja hér og gagnrýna áhangendur Man Utd því ég er Liverpool maður. Fyrir tveimur viku komu fótboltaaðdáendur saman. Það verða alltaf hálfvitar. Það er gott að mótmæla en það eru alltaf einhverjir sem ganga of langt - ekki bara í mótmælum. Þegar þú ferð út á lífið, þá er alltaf einhver sem gerir eitthvað heimskulegt," sagði Carragher.

„Ég vil ekki að stuðningsfólk annarra félaga skjóti á stuðningsfólk Man Utd. Meirihluti aðdáenda Man Utd mótmæli friðsamlega."

Neville segir að það sé ekki ásættanlegt að stuðningsmenn brjóti og bramli en hann fagnar því að það séu mótmæli. „Þetta er viðvörun til eigenda félagsins og stuðningsfólkið sætti sig ekki við það sem þeir gerðu. Fólkið treystir ekki eigendunum og vill losna við þá. Fólk hefur rétt til að mótmæla."

Keane telur að stuðningsfólk Man Utd sé hvergi nærri hætt. „Þau eru búin að fá nóg og þau eru að gera þetta því þau elska félagið. Þetta snýst ekki bara um síðustu vikur og Ofurdeildina, þetta hefur verið í uppbyggingu í mörg ár. Núna er nóg komið."

„Fólk er kannski ekki sammála hvernig þetta var gert en stundum þarftu að gera eitthvað stórt svo að fólk taki eftir því. Þetta mun fréttast út um allan heim. Vonandi sjá eigendurnir að aðdáendum félagsins er full alvara."

„Það er meira á leiðinni," sagði Keane.
Athugasemdir
banner