Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino orðaður við Barca: Aldrei að vita
Pochettino var við stjórnvölinn hjá Tottenham í fimm ár og kom þeim í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019.
Pochettino var við stjórnvölinn hjá Tottenham í fimm ár og kom þeim í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino var rekinn frá Tottenham síðasta haust og á enn eftir að finna rétt félag til að taka við.

Hann hefur verið orðaður við bestu lið heims og hefur Barcelona oft verið nefnt til sögunnar, þar sem ansi heitt er undir Quique Setien sem hefur ekki byrjað sérlega vel hjá Barca.

Pochettino, sem gerði garðinn frægan við stjórnvölinn hjá Espanyol nágrönnum Barca, gaf þó viðtal fyrir tveimur árum þar sem hann sagðist frekar ætla að flytja aftur út í sveit í Argentínu heldur en að taka við Barcelona.

„Ég sagði þetta til að drepa alla umræðu um að ég væri að taka við Barca. Á þessum tíma rakst ég á Bartomeu (forseta Barca) á bar sem er rétt hjá skólanum sem börn okkar gengu í og við spjölluðum í fimm mínútur. Útfrá því breiddist út orðrómur að ég væri í viðræðum við Barca og ég vildi kæfa þá umræðu í fæðingu," sagði Pochettino við El Pais.

„Ég vildi ekki vanvirða Barcelona, ég sá strax eftir ummælunum og ég myndi ekki endurtaka þau í dag. Gæti ég tekið við Barcelona? Maður veit aldrei hvað gerist í lífinu."
Athugasemdir
banner
banner