Portúgalski miðjumaðurinn Danilo Pereira er kominn til Al Ittihad frá Paris Saint-Germain og þá er félagið að ganga frá kaupum á hollenska vængmanninum Steven Bergwijn frá Ajax.
Glugginn í Sádi-Arabíu lokar í kvöld og eru félögin að vinna hörðum höndum að því að styrkja sig áður en klukkan slær 22:00.
Al Ittihad, sem varð meistari á síðasta ári, hefur bætt við sig Danilo Pereira.
Pereira er 32 ára gamall miðjumaður sem getur einnig spilað stöðu miðvarðar.
Síðustu fjögur ár hefur hann spilað með PSG í Frakklandi en áður lék hann með Porto. Hann kemur til Al Itthad fyrir 5 milljónir evra en hann skrifaði undir samninginn í kvöld.
Al Ittihad er einnig að ganga frá viðræðum við Ajax um hollenska leikmanninn Steven Bergwijn. Kaupverðið er 25 milljónir evra og er hann nú á leið í læknisskoðun.
Sádi-arabíska félagið var einnig á eftir brasilíska vængmanninum Galeno sem er á mála hjá Porto og var búið að ná samkomulagi við portúgalska félagið um kaupverð, en það verður ekkert af kaupunum þar sem ekki hefur náðst samkomulag við leikmanninn.
????| Danilo Pereira is a Tiger
— Al-Ittihad Club (@ittihad_en) September 2, 2024
pic.twitter.com/xe8bdObgUw
Athugasemdir