Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 02. september 2024 20:58
Brynjar Ingi Erluson
Danilo Pereira til Al Ittihad (Staðfest) - Bergwijn á leiðinni
Danilo Pereira er kominn til Sádi-Arabíu
Danilo Pereira er kominn til Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Portúgalski miðjumaðurinn Danilo Pereira er kominn til Al Ittihad frá Paris Saint-Germain og þá er félagið að ganga frá kaupum á hollenska vængmanninum Steven Bergwijn frá Ajax.

Glugginn í Sádi-Arabíu lokar í kvöld og eru félögin að vinna hörðum höndum að því að styrkja sig áður en klukkan slær 22:00.

Al Ittihad, sem varð meistari á síðasta ári, hefur bætt við sig Danilo Pereira.

Pereira er 32 ára gamall miðjumaður sem getur einnig spilað stöðu miðvarðar.

Síðustu fjögur ár hefur hann spilað með PSG í Frakklandi en áður lék hann með Porto. Hann kemur til Al Itthad fyrir 5 milljónir evra en hann skrifaði undir samninginn í kvöld.

Al Ittihad er einnig að ganga frá viðræðum við Ajax um hollenska leikmanninn Steven Bergwijn. Kaupverðið er 25 milljónir evra og er hann nú á leið í læknisskoðun.

Sádi-arabíska félagið var einnig á eftir brasilíska vængmanninum Galeno sem er á mála hjá Porto og var búið að ná samkomulagi við portúgalska félagið um kaupverð, en það verður ekkert af kaupunum þar sem ekki hefur náðst samkomulag við leikmanninn.


Athugasemdir
banner
banner
banner