Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   mán 02. september 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Riðill U17 verður leikinn á Íslandi
U17 landslið Íslands.
U17 landslið Íslands.
Mynd: KSÍ
Riðill U17 karla í fyrstu umferð undankeppni EM 2025 verður leikinn á Íslandi í haust.

Leikið verður dagana 30. október til 5. nóvember, en tilkynnt verður síðar á hvaða völlum leikirnir fara fram.

Í riðlinum ásamt Íslandi eru Spánn, Norður Makedónía og Eistland.

Nýtt skipulag undankeppni og lokakeppni EM U17 karla verður tekið í notkun í haust og er hægt að lesa sér frekar til um það á vef UEFA.

Það eru 14 riðlar og tvö efstu liðin í öllum riðlunum fara áfram í A-deild og eiga þannig möguleika á að komast áfram á lokamótið.
Athugasemdir
banner