Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guiu stoppaði stutt hjá Sunderland - „Heiður að klæðast þessari treyju"
Mynd: EPA
Marc Guiu, framherji Chelsea, var sendur á lán til Sunderland í byrjun ágúst en Chlesea kallaði hann til baka í gær.

Chelsea tók þessa ákvörðun þar sem liðinu vantar framherja í fjarveru Liam Delap sem verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla.

Guiu kom við sögu í þremur leikjum hjá Sunderland, tveimur í deildinni og svo skoraði hann þegar liðið tapaði gegn Huddersfield í enska deildabikarnum.

„Mjög stutt, en ákaft. Aðeins á nokkrum vikum hef ég áttað mig á því hvaða þýðingu fótbolti hefur fyrir þessa borg og hvernig þessi ástríða býr til einstaka og óviðjafnanlega stemningu á Leikvangi Ljóssins. Það hefur verið algjör heiður að klæðast þessari treyju," skrifaði Guiu á Instagram.

„Þótt örlögin séu óútreiknanleg og hafi haft aðrar áætlanir fyrir mig, get ég fullvissað ykkur um að þessir litir og þessi borg munu alltaf eiga stað í hjarta mínu. Ég vil þakka öllum hjá Sunderland fyrir hlýjar móttökur og stuðning. Ég óska ykkur öllum alls hins besta í framtíðinni."



Athugasemdir
banner