City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Breiðablik heimsækir Lausanne í Sambandsdeildinni í dag
Blikar byrja deildarkeppnina í Sviss. Þeir æfðu á keppnisvellinum í gær.
Blikar byrja deildarkeppnina í Sviss. Þeir æfðu á keppnisvellinum í gær.
Mynd: EPA
Ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsækja svissneska liðið Lausanne í 1. umferð í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu klukkan 16:45 í dag.

Blikar eru að spila í annað sinn í lokakeppni Sambandsdeildarinnar en liðið komst einnig þangað árið 2023.

Þá fór liðið í riðlakeppnina en tókst ekki að ná í stig og á síðasta ári var sett á laggirnar ný deildarkeppni.

Íslandsmeistaratitillinn er úr augsýn hjá Blikum og er fjarlægur möguleiki fyrir liðið að enda í topp þremur í deildinni, sem skilar einmitt Evrópusæti.

Lausanne hafnaði í 5. sæti svissnesku deildarinnar á síðustu leiktíð og komst í lokakeppni í Evrópukeppni í annað sinn í sögu félagsins eftir að hafa unnið Besiktas óvænt í umspilinu.

Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay-rásinni og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Leikur dagsins:
16:45 Lausanne-Sport-Breiðablik (Stade de la Tuillére)
Sambandsdeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner