mán 02. nóvember 2020 15:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Ísak er atvinnumaður 24/7"
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Norrköping, hefur verið orðaður við mörg stórlið að undanförnu eftir frábæra frammistöðu í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR, er frændi Ísaks en hann ræddi um leikmanninn í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn. Bjarni var í heimsókn hjá Norrköping í síðustu viku en þá var Jóhannes, sonur hans, við æfingar hjá félaginu.

„Á þessum stutta tíma sem við vorum þarna þá sáum við hvernig hann vinnur. Hann er bara atvinnumaður. Hann er ofboðslega faglegur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og hugsar um allt. Hann er ekki bara atvinnumaður í tvo tíma á dag á æfingasvæðinu. Hann er atvinnumaður 24/7. Mér sýnist þetta (sögusagnirnar) ekki hafa áhrif á hann," sagði Bjarni í útvarpsþættinum.

Bjarni sá leik Norrköping og AIK og hreifst af frammistöðu Ísaks þar. „Hann er bara bestur í þessu liði," sagði Bjarni. „Eg fékk að vera nálægt þeim og sá hlaupatölur og allt svona. Hann var efstur á lista í öllu saman."

Hér að neðan má hlusta á útvarpsþáttinn í heild. Bjarni ræðir um Ísak eftir 64 mínútur.
Útvarpsþátturinn - Fótboltinn blásinn af
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner