Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 14:48
Elvar Geir Magnússon
AIK staðfestir riftun við Kolbein - Gekk ekki eins og vonast var eftir
Kolbeinn er ásamt Eiði Smára Guðjohnsen markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi með 26 mörk með landsliðinu.
Kolbeinn er ásamt Eiði Smára Guðjohnsen markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi með 26 mörk með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Því miður gekk vera hans hjá AIK ekki eins og allir aðilar höfðu vonast eftir. Við höfum nú gert samkomulag um að leiðir skilji eftir tímabilið. Við óskum Kolbeini velgengni í framtíðinni," segir Henrik Jurelius, íþróttastjóri AIK.

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson yfirgefur sænska úrvalsdeildarfélagið eftir tímabilið. AIK hefur staðfest þetta á heimasíðu sinni.

„Ég vil þakka AIK fyrir tíma minn hjá félaginu og óska liðsfélögum og AIK velgengni á komandi árum," er haft eftir Kolbeini á heimasíðunni.

Hinn þrítugi Kolbeinn skoraði þrjú mörk í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabli en hann er ekki kominn á blað í 18 leikjum á þessu tímabili.

Kolbeinn kom til AIK eftir að hafa jafnað sig af erfiðum meiðslum sem héldu honum frá keppni í langan tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner