fim 02. desember 2021 18:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Upplifði það þannig að það væri verið að ýta mér til hliðar"
,,Snillingar í kringum klúbbinn sem héldu að ég væri njósna um meistaraflokkinn
Ásgeir Börkur Ásgeirsson
Ásgeir Börkur Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason mætti aftur í Fylki sumarið 2018 eftir langa veru í atvinnumennsku.
Ólafur Ingi Skúlason mætti aftur í Fylki sumarið 2018 eftir langa veru í atvinnumennsku.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Helgi Sigurðsson (til hægri) var þjálfari Fylkis.
Helgi Sigurðsson (til hægri) var þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það kom mörgum á óvart þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson yfirgaf uppeldisfélagið sitt Fylki árið 2018 og hélt í Kópavoginn þar sem hann lék næstu þrjú tímabilin með HK. Börkur er reynslumikill miðjumaður sem er þekktur fyrir bæði baráttu og dugnað.

Hann var gestur Mána Péturssonar í hlaðvarpsþættinum Enn einn fótboltaþátturinn sem kom út í vikunni. Þar ræddi Ásgeir við Mána um fótboltaferilinn og einnig um þungarokkið.

„Mestallan ferilinn ertu búinn að spila með Fylki og maður hélt að þú myndir aldrei spila með neinum öðrum en Fylki. Þú varst einhvern veginn DNA-ið í þessu Fylkisliði. Svo allt í einu eftir tímabilið 2018 kemur, mjög óvænt í andlitið á fólki, að Ásgeir Börkur er farinn. Maður hélt jafnvel að þú værir að fara hætta í boltanum. Af hverju kemur þetta brotthvarf frá Fylki?" spurði Máni sem kom inn á að Ásgeir hafi haldið áfram að þjálfa hjá Fylki.

Sýnd vanvirðing og ýtt í burtu
„Ég hélt áfram að þjálfa. Ég hef kannski aldrei talað um þetta og hef kannski ekki verið spurður almennilega um þetta," sagði Börkur.

„Þetta snérist fyrst og fremst um „disrespect". Ég er alinn þannig upp að maður á að standa fast á sínu, burtséð frá hverjar aðstæðurnar eru. Ég upplifði það þannig, þetta ár sem ég fór frá félaginu, að það væri verið að ýta mér til hliðar og það var engin virðing borin fyrir því sem ég hafði gert fyrir klúbbinn síðan ég var fjögurra ára."

„Þetta var frá mörgum, bæði frá þjálfaranum [Helga Sigurðssyni], manninum sem ég lét fá fyrirliðabandið þegar hann kom aftur heim [úr atvinnumennsku, Ólafi Inga Skúlasyni] og fólki í kringum klúbbinn sem ég taldi vini mína og átti í daglegum samskiptum við. Ég er bara þannig, virðing er mjög ofarlega í mínum huga. Ef að mér finnst brotið á mér á þeim vettvangi þá verð ég helvíti reiður.“

„Þetta var kannski ekki endirinn sem ég vildi hjá uppeldisklúbbnum en „fuck it", ég stóð á mínu og var ánægður með þessa ákvörðun sem ég tók á þeim tíma.“


Töldu Ásgeir vera að njósna
Ásgeir hætti að þjálfa yngri flokka hjá Fylki einhverju seinna þar sem menn vildu ekki hafa Ásgeir áfram sem þjálfara. „Það voru snillingar í kringum klúbbinn sem héldu að ég væri njósna um meistaraflokkinn, eins og mér væri ekki skítsama hvað þeir voru að gera á æfingasvæðinu.“

Hélt að Fylkistímabilið í mínu lífi væri búið
Ásgeir er mættur aftur í Fylki og skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið. Er hann að gera það gagngert til að ljúka ferlinum?

„Ég held það. Ég verð 35 ára á næsta ári og ég geri tveggja ára samning. Við sjáum til eftir tvö ár en það er ákveðin rómantík í kringum þetta. Ég hélt að Fylkistímabilið í mínu lífi væri búið. Þetta var sárt og ég er ekkert feiminn við að viðurkenna það. Það tók mig alveg smá tíma að jafna mig á þessu."

„Í staðinn fékk ég þessi þrjú ár með HK sem hafa gert svo mikið fyrir minn feril, kynnst góðum mönnum, góðu fólki og fékk auðvitað toppþjálfara."

Ég er að koma á mínum eigin forsendum og að koma til þjálfara sem vill fá mig. Hann sagði mér hvaða hlutverk ég hef í liðinu og það hefur ekki verið venjan hjá Fylki í gegnum árin. Þjálfarar hafa komið og farið og ég hef alltaf verið þarna. Mér fannst þetta spennandi kostur og þegar maður hugsar meira um þetta þá er ákveðin rómantík að enda þetta heima,"
sagði Ásgeir Börkur að lokum.

Athugasemdir
banner
banner