Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   mið 31. desember 2025 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Strand Larsen of dýr fyrir West Ham - Palace blandar sér í baráttuna
Mynd: EPA
Áhugi West Ham á norska framherjanum Jorgen Strand Larsen hefur dvínað eftir að upp komst að Wolves vill 40 milljónir punda fyrir hann. BBC segir frá.

Hamrarnir eru staðráðnir í að styrkja leikmannahóp Nuno Espirito Santo með framsæknum leikmönnum.

Larsen var efstur á óskalistanum og Rob Edwards útilokaði ekki að Strand Larsen myndi fara frá félaginu eftir 1-1 jafntefli gegn Man Utd í gær.

„Við munum taka rétta ákvörðun fyrir hvern og einn," sagði Edwards.

„Tíminn einn mun leiða það í ljós. Þetta verður ákvörðun félagsins og ég er viss um að það verða breytingar inn og út því við viljum hafa áhrif í þessum mánuði.“

TalkSPORT greinir frá því að Crystal Palace hafi einnig áhuga á Strand Larsen.
Athugasemdir
banner