Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   mið 31. desember 2025 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham að kaupa framherja úr portúgölsku deildinni
Mynd: EPA
Þýski fréttamaðurinn Florian Plettenberg greinir frá því að West Ham United sé búið að ná samkomulagi við portúgalska félagið Gil Vicente um kaup á framherjanum efnilega Pablo.

Pablo, sem á 22 ára afmæli á föstudaginn, flýgur til London á morgun til að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning.

Plettenberg segir að West Ham borgi rétt rúmlega 20 milljónir punda, sem samsvara um 23 milljónum evra, fyrir framherjann sem skrifar undir samning við Hamrana til 2030 eða 2031.

Pablo ætti að vera til taks fyrir leik West Ham gegn botnliði Wolves um helgina.

Pablo, sem á 22 ára afmæli 2. janúar, er búinn að skora 10 mörk í 13 deildarleikjum með Gil Vicente á fyrri hluta tímabils, auk þess að gefa eina stoðsendingu. Hann er stór hluti af ástæðunni fyrir því að Gil Vicente er í fjórða sæti efstu deildar portúgalska boltans sem stendur.

Hann er brasilískur og lék áður með Famalicao í Portúgal eftir að hafa alist upp hjá Fluminense í heimalandinu.

West Ham er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni og vonast til að Pablo geti hjálpað til við markaskorunina.
Athugasemdir
banner
banner
banner