Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   fim 01. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Súrnar á milli Chelsea og Maresca
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sambandið á milli Enzo Maresca og stjórnendateymis Chelsea hefur súrnað verulega á undanförnum vikum og er framtíð þjálfarans óljós.

Mikið var fjallað um ummæli Maresca á fréttamannafundi eftir sigur gegn Everton um miðjan desember. Þar gagnrýndi hann hluta stjórnenda opinberlega fyrir að standa ekki með sér á erfiðum köflum tímabilsins.

Gengi Chelsea, sem vann HM félagsliða síðasta sumar, hefur verið afleitt í desember þar sem liðið er aðeins með tvo sigra í níu leikjum í öllum keppnum.

Ýmsir fjölmiðlar greina frá ósætti á milli Maresca og Chelsea og tekur Fabrizio Romano undir þá orðróma.

Miðillinn talkSPORT bendir einnig á að Willy Caballero, aðstoðarþjálfari Maresca, hafi logið að fjölmiðlum eftir 2-2 jafntefli Chelsea gegn Bournemouth fyrir áramót.

Caballero svaraði spurningum í stað Maresca sem hann sagði vera veikan, en heimildir talkSPORT herma að ítalski þjálfarinn hafi ekki verið veikur.

Framundan eru tveir erfiðir útileikir fyrir Chelsea. Sá fyrri er gegn Manchester City 4. janúar og sá seinni er Lundúnaslagur gegn Fulham 7. janúar. Chelsea spilar í heildina 9 keppnisleiki í janúar.

   31.12.2025 17:00
Stuðningsmenn ósáttir og pressan orðin mikil

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner