Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   fim 01. janúar 2026 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Neville skilur ekkert í Amorim: Af hverju ertu að þessu?
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Gary Neville var harðorður í garð Ruben Amorim þjálfara Manchester United eftir 1-1 jafntefli gegn botnliði Wolves á Old Trafford í fyrradag.

Neville var ósáttur með ýmsar ákvarðanir hjá Amorim en sérstaklega þá að breyta aftur um leikkerfi. Portúgalski þjálfarinn fékk mikið hrós fyrir að skipta loksins úr 3-4-2-1 leikkerfinu sínu þegar Man Utd lagði Newcastle að velli um síðustu helgi. Lærlingar Amorim spiluðu flottan leik um helgina með fjögurra manna varnarlínu og vildi Neville sjá sömu varnarlínu mæta til leiks gegn Úlfunum.

Amorim ákvað þó að snúa aftur til 3-4-2-1 leikkerfisins á heimavelli gegn Wolves. Úr varð hnífjafn leikur þar sem gestirnir frá Wolverhampton virtust líklegri til að fara með sigur af hólmi. Áhorfendur voru mjög ósáttir og urðu eftir á vellinum eftir lokaflautið til þess eins að baula á liðið sitt.

„Þetta var algjör hryllingur," sagði Neville í spjallvarpsþætti sínum. „Ekki nóg með að áhorfendur hafi baulað liðið af velli þá biðu þeir á pöllunum eftir lokaflautið til að halda áfram að baula.

„Þetta er skref aftur á bak, ég skil ekki hvers vegna hann ákvað að breyta aftur um leikkerfi. Wolves var betra liðið í þessum leik."


Amorim gerði aðeins eina breytingu á byrjunarliði Man Utd á milli sigursins gegn Newcastle og jafnteflisins gegn Wolves og því kom á óvart þegar hann breytti um leikkerfi. Joshua Zirkzee kom inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Mason Mount og skoraði fyrsta mark leiksins.

„Um leið og hann breytti aftur í þriggja manna varnarlínu hugsaði ég: Nei Ruben, af hverju ertu að þessu? Ég vona að hann horfi til baka og átti sig á mistökunum sem hann gerði."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner