Rasmus Höjlund hefur verið að gera góða hluti hjá Napoli á tímabilinu en hann er á láni frá Man Utd.
Hann hefur skorað sex mörk í 12 deildarleikjum en hann skoraði 4 mörk í 32 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur skorað níu mörk í 20 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili en hann skoraði tíu mörk í 52 leikjum á síðustu leiktíð.
Hann hefur skorað sex mörk í 12 deildarleikjum en hann skoraði 4 mörk í 32 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur skorað níu mörk í 20 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili en hann skoraði tíu mörk í 52 leikjum á síðustu leiktíð.
Hann mun alfarið ganga til liðs við Napoli næsta sumar ef liðinu tekst að vinna sér sæti í Meistaradeildinni.
„Kaupskyldan er formsatriði. Við treystum honum og hann treystir á verkefnið. Hann er mjög mikilvægur, hann telur sig jafnvel vera leikmann Napoli," sagði Giovanni Manna, yfirmaður fótboltamála hjá Napoli.
Athugasemdir



