Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   mið 31. desember 2025 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Howe: Vantar aðeins upp á sjálfstraustið
Mynd: EPA
Eddie Howe þjálfari Newcastle svaraði spurningum sigur á útivelli gegn nýliðum Burnley í gærkvöldi.

Newcastle byrjaði leikinn mjög vel á Turf Moor og náði tveggja marka forystu eftir sjö mínútna leik. Burnley minnkaði muninn og hélst staðan 1-2 fyrir Newcastle allt þar til í uppbótartíma, þegar Bruno Guimaraes innsiglaði sigurinn.

Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan tímann og er Howe mjög ánægður með dýrmæt stig.

„Þetta er risastór sigur fyrir okkur og það skiptir í raun engu máli hvernig við unnum leikinn. Ég get ekki hrósað strákunum nóg fyrir baráttuna sem þeir sýndu í kvöld, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn, strákarnir vörðust hetjulega og sýndu mikinn persónuleika," sagði Howe eftir sigurinn.

„Við erum að þokast í rétta átt og höfum verið óheppnir með úrslit. Við erum með frábæran leikmannahóp, mjög gæðamikinn. Strákarnir þurfa bara að smella aðeins betur saman í ákveðnum stöðum.

„Okkur vantar aðeins upp á sjálfstraustið en þegar það er komið verðum við stórhættulegir."


Newcastle er um miðja úrvalsdeild með 26 stig eftir 19 umferðir, aðeins sex stigum frá meistaradeildarsæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner