Framtíð Enzo Maresca sem stjóri Chelsea er í mikilli óvissu eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Bournemouth í gær.
Stjórn félagsins ætlaði að fara yfir stöðuna í sumar en hann gæti verið látinn taka pokann sinn í janúar ef ekkert breytist. Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í úrvalsdeildinni.
Stjórn félagsins ætlaði að fara yfir stöðuna í sumar en hann gæti verið látinn taka pokann sinn í janúar ef ekkert breytist. Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í úrvalsdeildinni.
Stuðningsmenn Chelsea bauluðu þegar Maresca tók Cole Palmer af velli í gær. Þeir sungu m.a. 'Þú veist ekki hvað þú ert að gera' til Maresca.
Maresca virtist gagnrýna stjórnendur félagsins fyrr í þessum mánuði þegar hann sagði að 48 tímar fyrir leik gegn Everton hafi verið þeir verstu á sínum tíma hjá félaginu.
Athugasemdir



