Cordero á eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir Newcastle. Hann var ekki með í byrjun undirbúningstímabilsins útaf Evrópumóti U19 ára landsliða, þar sem Spánn endaði í öðru sæti eftir tap gegn Hollandi í úrslitaleiknum.
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United er búið að senda spænska táninginn Antonio Cordero til Spánar.
Cordero er 19 ára kantmaður sem kom til Newcastle á frjálsri sölu frá Málaga síðasta sumar.
Cordero, sem er mikilvægur hlekkur í U19 landsliði Spánar, fer til Cádiz á lánssamningi sem gildir út tímabilið. Cádiz leikur í næstefstu deild á Spáni og er þar í toppbaráttunni, sjö stigum frá efsta sætinu.
Cordero var sendur beint til Westerlo í Belgíu á lánssamningi eftir að hann skipti yfir til Newcastle síðasta sumar, en komst ekki í byrjunarliðið þar. Núna fær hann að reyna fyrir sér í heimalandinu.
Táningurinn er með fjögur og hálft ár eftir af samningi við Newcastle.
????Antonio Cordero joins Cádiz CF on loan.
— Newcastle United (@NUFC) December 31, 2025
Antonio Cordero has returned from a loan spell at KVC Westerlo and will join Cádiz CF for the remainder of the 25/26 season.
All the best for the rest of the season, Antonio! ???????? pic.twitter.com/ye9aP8rYz3
Athugasemdir


