Aston Villa er að krækja í brasilíska táninginn Alysson úr röðum Gremio.
Villa borgar um 12 milljónir evra til að kaupa Alysson sem er 19 ára gamall og leikur sem hægri kantmaður.
Hann er örvfættur og hefur komið við sögu í 41 keppnisleik með Gremio. Í þeim leikjum hefur hann skorað eitt mark og gefið tvær stoðsendingar.
Fréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn á félagaskiptin.
Athugasemdir



