Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   mið 31. desember 2025 19:47
Ívan Guðjón Baldursson
Cole Campbell eða Duranville þyrfti að fara
Mynd: Borussia Dortmund
Borussia Dortmund hefur mikinn áhuga á Oscar Bobb, norskum kantmanni Manchester City, en getur ekki fengið hann til liðs við sig án þess að losa sig fyrst við leikmann sem leikur í sömu stöðu.

Dortmund reyndi að fá Bobb síðasta sumar en án árangurs. Núna hefur félagið áhuga á að fá hann á lánssamningi út tímabilið en þyrfti fyrst að losa sig við annað hvort Julien Duranville eða bandaríska Íslendinginn Cole Campbell.

Þýska stórveldið hefur fylgst lengi með Bobb og er í viðræðum við umboðsteymi leikmannsins en samkvæmt heimildarmönnum Sky Sports er ómögulegt að skiptin gangi í gegn án þess að Dortmund losi sig við kantmann.

Duranville og Campbell eru jafnaldrar. Duranville er með tvo A-landsleiki að baki fyrir Belgíu á meðan Campbell leikur fyrir U20 landslið Bandaríkjanna, eftir að hafa verið lykilmaður í U17 landsliði Íslands.

Þeir eru báðir 19 ára gamlir og hafa fengið nánast engan spiltíma á fyrri hluta tímabils. Duranville hefur ekki komið við sögu í keppnisleik með aðalliðinu en Campbell fékk rúmt korter í sigri gegn Heidenheim í efstu deild í september.

   31.12.2025 07:30
Dortmund leiðir kappið um Bobb

Athugasemdir
banner