Pep Guardiola þjálfari Manchester City svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær fyrir leik liðsins gegn nýliðum Sunderland sem fer fram í kvöld.
Pep nýtti tækifærið til að skamma fjölmiðilinn risastóra Sky Sports fyrir það sem hann telur vera ófagleg vinnubrögð. Það er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu sem þjálfarinn lendir upp á kant við Sky, en hann meinaði fréttamönnum miðilsins að spyrja spurninga á einum fréttamannafundi fyrr í desember.
Pep hefur nokkrum sinnum skammast út í Sky á síðasta áratugi en núna virðist hann vera endanlega orðinn þreyttur á umfjöllun miðilsins.
„Þú ert frá Sky, er það ekki?" spurði Guardiola þegar hann var spurður spurningar frá fréttamanni Sky. „Ég verð að passa hvað ég segi við þig, eftir fundinn þá munt þú skrifa allt öfugt við það sem ég segi. Þess vegna sagði ég við fréttamenn í gær að félagaskiptaglugginn er lokaður þegar ég var spurður út í möguleg félagaskipti hinna og þessa leikmanna."
Guardiola hefur neitað að svara spurningum um Antoine Semenyo kantmann Bournemouth sem er á leið til Man City fyrir 65 milljónir punda á næstu dögum. City virkjaði riftunarákvæði í samningi Semenyo til að kaupa hann.
Semenyo mun taka sæti Oscar Bobb í leikmannahópi City. Enska stórveldið vonast til að selja hann til Borussia Dortmund fyrir 30 milljónir punda, en Dortmund þarf líka að losa sig við leikmann til að skiptin gangi upp.
City bíður erfiður útileikur á Stadium of Light þar sem nýliðar Sunderland eru ekki búnir að tapa einum einasta heimaleik á úrvalsdeildartímabilinu.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 19 | 14 | 3 | 2 | 37 | 12 | +25 | 45 |
| 2 | Man City | 18 | 13 | 1 | 4 | 43 | 17 | +26 | 40 |
| 3 | Aston Villa | 19 | 12 | 3 | 4 | 30 | 23 | +7 | 39 |
| 4 | Liverpool | 18 | 10 | 2 | 6 | 30 | 26 | +4 | 32 |
| 5 | Chelsea | 19 | 8 | 6 | 5 | 32 | 21 | +11 | 30 |
| 6 | Man Utd | 19 | 8 | 6 | 5 | 33 | 29 | +4 | 30 |
| 7 | Sunderland | 18 | 7 | 7 | 4 | 20 | 18 | +2 | 28 |
| 8 | Everton | 19 | 8 | 4 | 7 | 20 | 20 | 0 | 28 |
| 9 | Brentford | 18 | 8 | 2 | 8 | 28 | 26 | +2 | 26 |
| 10 | Newcastle | 19 | 7 | 5 | 7 | 26 | 24 | +2 | 26 |
| 11 | Crystal Palace | 18 | 7 | 5 | 6 | 21 | 20 | +1 | 26 |
| 12 | Fulham | 18 | 8 | 2 | 8 | 25 | 26 | -1 | 26 |
| 13 | Tottenham | 18 | 7 | 4 | 7 | 27 | 23 | +4 | 25 |
| 14 | Brighton | 19 | 6 | 7 | 6 | 28 | 27 | +1 | 25 |
| 15 | Bournemouth | 19 | 5 | 8 | 6 | 29 | 35 | -6 | 23 |
| 16 | Leeds | 18 | 5 | 5 | 8 | 25 | 32 | -7 | 20 |
| 17 | Nott. Forest | 19 | 5 | 3 | 11 | 18 | 30 | -12 | 18 |
| 18 | West Ham | 19 | 3 | 5 | 11 | 21 | 38 | -17 | 14 |
| 19 | Burnley | 19 | 3 | 3 | 13 | 20 | 37 | -17 | 12 |
| 20 | Wolves | 19 | 0 | 3 | 16 | 11 | 40 | -29 | 3 |
Athugasemdir




