Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   fim 01. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Stórliðin þurfa sigra
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fjórir síðustu leikir 19. umferðar enska úrvalsdeildartímabilsins fara fram í dag og í kvöld þar sem nokkur stórlið mæta til leiks.

Englandsmeistarar Liverpool taka á móti nýliðum Leeds United og þurfa heimamenn á sigri að halda í toppbaráttunni. Liverpool er með 32 stig eftir 18 umferðir, heilum þrettán stigum á eftir toppliði Arsenal. Nýliðar Leeds eru sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Á sama tíma taka bikarmeistarar Crystal Palace á móti Fulham í Lundúnaslag, en liðin eru jöfn um miðja deild sem stendur með 26 stig eftir 18 umferðir - aðeins sex stigum frá meistaradeildarsæti. Palace er búið að tapa þremur deildarleikjum í röð á meðan Fulham er með þrjá sigra í röð.

Í kvöld mætir titilbaráttulið Manchester City til leiks á útivelli gegn spútnik liði Sunderland. Man City þarf sigur til að stytta bilið á milli sín og toppliðs Arsenal aftur niður í tvö stig. Sunderland er óvænt í Evrópubaráttu með 28 stig.

Að lokum eigast Brentford og Tottenham við í öðrum Lundúnaslag. Eitt stigur skilur liðin að um miðja deild þar sem þau eru aðeins einum sigri frá því að blanda sér í Evrópubaráttuna í ótrúlega þéttum pakka, þar sem aðeins fimm stig skilja á milli Chelsea í 5. sæti og Brighton í 14. sæti.

Leikir dagsins
17:30 Crystal Palace - Fulham
17:30 Liverpool - Leeds
20:00 Sunderland - Man City
20:00 Brentford - Tottenham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner