Rodri og Jeremy Doku gætu verið með Man City gegn Sunderland á morgun, nýársdag.
Rodri var ónotaður varamaður þegar City vann Nottingham Forest á laugardaginn en hann hefur verið í miklum meiðslavandræðum.
Hann missti af stórum hluta síðustu leiktíðar eftir að hafa slitið krossband. Hann hefur jafnað sig af þeim meiðslum en önnur meiðsli hafa valdið honum vandræðum á þessu tímabili.
Rodri var ónotaður varamaður þegar City vann Nottingham Forest á laugardaginn en hann hefur verið í miklum meiðslavandræðum.
Hann missti af stórum hluta síðustu leiktíðar eftir að hafa slitið krossband. Hann hefur jafnað sig af þeim meiðslum en önnur meiðsli hafa valdið honum vandræðum á þessu tímabili.
Doku hefur ekki verið með í síðustu fjórum leikjum vegna meiðsla á kálfa. Pep Guardiola sagði fyrir leikinn á morgun að hann vonaðist til að þeir geti tekið þátt í leiknum.
John Stones og Oscar Bobb eru áfram á meiðslalistanum.
Athugasemdir



