Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   fim 01. janúar 2026 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eyþór Martin frjáls ferða sinna eftir magnað tímabil
Eyþór var öflugur með Kentucky í bandaríska háskólaboltanum.
Eyþór var öflugur með Kentucky í bandaríska háskólaboltanum.
Mynd: Heimasíða Seattle Sounders
Eyþór Martin Björgólfsson, sem er hálfur Íslendingur og hálfur Norðmaður, hefur ákveðið að nýta riftunarákvæði í samningi sínum við Umeå FC í Svíþjóð.

Eyþór var langbesti leikmaður í liði Umeå á nýliðnu ári þar sem hann skoraði helming marka liðsins í næstefstu deild sænska boltans.

Umeå endaði á botni Superettan og féll en Eyþór setti 15 mörk í 29 leikjum, þar af skoraði hann átta mörk í síðustu fimm leikjum deildartímabilsins.

Eyþór gekk til liðs við Umeå eftir stutta dvöl hjá Start í Noregi árið 2024.


Athugasemdir
banner