Riðlakeppni Afríkukeppninnar er lokið og hefjast 16-liða úrslitin um helgina.
Öll helstu stórveldi álfunnar, fyrir utan Gana sem komst óvænt ekki á lokamótið, eru komin áfram í næstu umferð og fá flest þeirra nokkuð þægilega andstæðinga.
Senegal mætir Súdan, Egyptaland spilar við Benín, heimamenn í Marokkó taka á móti Tansaníu og Nígería á leik við Mósambík.
Suður-Afríka spilar við Kamerún í stórleik umferðarinnar á meðan Alsír og Fílabeinsströndin eiga erfiða leiki við Austur-Kongó og Búrkína Fasó. Malí spilar einnig við Túnis í spennandi slag.
16-liða úrslit
3. janúar 16:00 Senegal - Súdan
3. janúar 19:00 Malí - Túnis
4. janúar 16:00 Marokkó - Tansanía
4. janúar 19:00 Suður-Afríka - Kamerún
5. janúar 16:00 Egyptaland - Benín
5. janúar 19:00 Nígería - Mósambík
6. janúar 16:00 Alsír - Austur-Kongó
6. janúar 19:00 Fílabeinsströndin - Búrkína Fasó
Athugasemdir



